Jæja.

Það er spurning hvort ég eigi ekki að reyna að sveifa þetta blogg mitt aftur í gang. Ég verð nú að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig fólk getur endalaust fundið eitthvað til að krota um sjálft sig inn á svona bloggsíður svo það er ekkert víst að þetta lifi lengi hjá mér.

Eftir að hafa tapað fjórða og fimmta gírnum í Intrudernum þá var gripið í það ráð að kaupa bara annan Intruder 1400 svo sumarið færi ekki til spillis. Það verður að segjast eins og er að ekki hjólaði ég eins mikið og ég hafði planað en það sem farið var var ágætt. Núna standa þrjú mótorhjól í skúrnum ásamt Novunni svo plássið er orðið ansi lítið en græni Intuderinn fer í gemslu annað og sá rauði mun bráðlega fara til nýs eiganda á Akureyri ef öll plön ganga upp. 350 Súkkan er komin saman og vantar bara herslu muninn í að hún verði klár, bara eftir að hreinsa blöndunginn og fá nýja keðju og þá er hægt að hjóla einhverja daga í vetur.

Ég hef verið að taka í gegn bílinn hennar Helgu dóttur minnar og það hefur verið mikil vinna. Til að byrja með varð ég að rífa allt innan úr bílnum og þrífa því ég límdist fastur við eitthvað grænt hlaupkennt klístur í teppinu. Bílstjórasætið var brotið niður á fimm stöðum, geislaspilarninn kominn lengst inn í mælaborðið, brotinn sparklistinn á sílsanum við bílstjórahurðina, ég skipti um sviss og forritaði Lolli hann fyrir mig, bæði framljósin voru brotin og þurfti ég að grauta saman fimm aðalljósum til þess að fá tvö nothæf. Nú er eftir að skipta um hjóllegu vinstra megin að framan, skipta um kúplingu og gírkassa og einnig læsingacylindra í hurðunum og þá ætti græjan að verða klár í aðra brútal meðferð hjá Helgu.

Þetta hlýtur að vera gott í bili.

K.v.

Vargur.

 


Djö !!!!

Þannig fór nú það ! Eftir frábæra hjólahelgi í upphafi sumars þá þurfti gírkassinn að gefa upp öndina í Intruder.  Stóra stoppið og stóri seðillinn á leiðinni.  Það þýðir svo sem ekkert að væla út af þessu, kassinn lagast ekkert við það, bara taka þessu með stóískri ró og karlmannlegu brosi og finna lausn á málinu, hratt og örugglega. Tíminn er fljótur að hlaupa frá manni í þessu sporti svo það er ekki boðið upp á neitt hangs.

Shit happends.

K.v. Vargur. 


Hlólað.

Þetta er búin að vera frábær hjólahelgi. Á laugardaginn hjóluðum Gunni og ég niður á Reyðarfjörð og þar beið Þorleifur eftir okkur með nýja fákinn sinn. Það verður ekki annað sagt en að hjólið hans er flott græja, Suzuki Boulevard 1800, og ég þarf ekkert að hafa fleiri orð um þann grip. Þeir sem þekkja hjól vita alveg hvað um er að ræða. Frá Reyðarfirði fórum við þrír saman firðina suður í Berufjörð og kíktum á óðalið þeirra Þorleifs og Maríu, Hamraborg, og eyddum góðum parti úr deginum þar áður en haldið var til baka, heim á leið, en Þorleif skildum við eftir í paradísinni. Sunnudagurinn var svo tekinn undir styttri rúnt en Kiddi á Hofi kom frá Nesk hingað uppeftir á VTX-inu og ég verð einnig að segja um það hjól að það er athyglisvert, öðruvísi en Boulevardinn en kemur líka alveg til greina að ég fá mér svoleiðis hjól seinna meir. Hjóluðum þrír, Gunni, Kiddi og ég, upp í Skriðuklaustur og fengum okkur kaffi og meðlæti og eyddum ágætum tíma þar við spjall og kaffi og te þamb. Skemmtilegur tími. Fórum inn að upplýsingamiðstöð landsvirkjunar við Valþófsstað en þar var lokað. Þaðan héldum við svo út í Atlavík og hittum Binna en hann hafði komið þangað með fjölskylduna á Lödu. Honum var fyrirgefið að vera á Lödunni þar sem erfitt getur verið að rúma þrjár manneskjur og tennisspaða ásamt kúlum fyrir alla á CBR 600. Þegar heim var komið beið Sigurbjörg eftir að komast einhvern sprett á hjólinu og fórum við saman fínann sprett. Fundum Bútinn og Ævar í sandkassaleik þar sem þeir þóttust vera skógarhöggsmenn og ákváðum við að leyfa þeim að vera bara áfram í ruglinu og hjóluðum yfir í Egilsstaðahjáleigu og litum á Hlyn. Sá kappi þótist vera þreyttur eftir einhverja vinnu og sennilega var hann það, Solla þurfti að bera fram kaffið. Ákváðum að leyfa honum að liggja áfram í máttleysinu og hjóluðum upp að Hnútu og þaðan var svo haldið til baka til Egilsst en áfram úteftir og í Eiða. Þegar heim var komið sýndi teljarinn tæpa 400 km eftir þessa tvo daga. Það er búið að vera skemmtilegt að hjóla með þessu fólki og óska ég öllum góðs hjólasumars.

K.v.

Ingi Hrólfs.

Vargur.

Dreki # 30. 


Fábær dagur.

Þetta er búinn að vera fábær dagur. Ruslaðist framúr bælinu hæfilega snemma og fór að æfa mig fyrir próf í tölvuteikningu. En þar sem veðurblíðan barði á gluggann var ekki annað hægt en að fara út í bílskúr, sækja Intruderinn og fara út að hjóla. Kom við hjá Heiðari og Hlyn, þeim andskotans samsærisfélögum og tjáði þeim að þeir væru aumingjar ef þeir kæmu ekki út að hjóla. Það verður nú að segjast að klæðnaðurinn á Heiðari var vægast satt undarlegur enda þegar svona smávaxnir menn fara í stuttbuxur þá er ekkert sem passar nema G-strengur. Í þetta var kappinn klæddur ásamt stígvélum og var varla að hann næði uppúr þeim.

Hlynur? Hlynur? Auðvitað var hann að reyna að bera fúavörn á húsið hjá sér í 17°hita og skildi ekkert í því út af hverju pensillinn var alltaf orðinn þurr og grjót harður þegar hann bar hann að viðnum nýdregnum upp úr fötunni.

Við vissum að nokkrir norðanmenn væru á leið austur á hjólum svo við ákváðum að reyna að hitta þá sem og við gerðum. Einhver hjól komu neðan af fjörðum líka. Svo var ekið á Seyðisfjörð og sötrað þar kaffi og étið vínarbrauð. Þetta var ansi skemmtilegur hópur og vona ég að eitthvað svipað eigi eftir að gerast oft í framtíðinni.

Læt þetta nægja í bili.

Vargur. 

 


Hæ. Nú er loksins hægt að planta sér í hnakkinn og fara að hjóla. Ég er að vísu búinn að fara tvo stutta rúnta fyrr í vikunni en við Sigurbjörg fórum Fljótsadalshringignn núna áðan og purruðum þar í gegn um vegagerð og yfir holóttan veg en Intruderinn er hörku tæki svo hringurinn var kláraður.

Um bloggið

Ingvar Þorleifur Hrólfsson

Höfundur

Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar heiti ég og er sagt á mínu heimili að ég sé með farartækjadellu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 429
  • PB170003
  • PB170005
  • 07.05.07.001
  • 03.05.05.003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband