12.5.2008 | 19:48
Fábær dagur.
Þetta er búinn að vera fábær dagur. Ruslaðist framúr bælinu hæfilega snemma og fór að æfa mig fyrir próf í tölvuteikningu. En þar sem veðurblíðan barði á gluggann var ekki annað hægt en að fara út í bílskúr, sækja Intruderinn og fara út að hjóla. Kom við hjá Heiðari og Hlyn, þeim andskotans samsærisfélögum og tjáði þeim að þeir væru aumingjar ef þeir kæmu ekki út að hjóla. Það verður nú að segjast að klæðnaðurinn á Heiðari var vægast satt undarlegur enda þegar svona smávaxnir menn fara í stuttbuxur þá er ekkert sem passar nema G-strengur. Í þetta var kappinn klæddur ásamt stígvélum og var varla að hann næði uppúr þeim.
Hlynur? Hlynur? Auðvitað var hann að reyna að bera fúavörn á húsið hjá sér í 17°hita og skildi ekkert í því út af hverju pensillinn var alltaf orðinn þurr og grjót harður þegar hann bar hann að viðnum nýdregnum upp úr fötunni.
Við vissum að nokkrir norðanmenn væru á leið austur á hjólum svo við ákváðum að reyna að hitta þá sem og við gerðum. Einhver hjól komu neðan af fjörðum líka. Svo var ekið á Seyðisfjörð og sötrað þar kaffi og étið vínarbrauð. Þetta var ansi skemmtilegur hópur og vona ég að eitthvað svipað eigi eftir að gerast oft í framtíðinni.
Læt þetta nægja í bili.
Vargur.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Drullustampur !!!! Hvernig er það með þig. Er þetta övund eða ertu bara svona lítill karl að þú þorir ekki að fara út í búð og kaupa þér G sterng ????? Ég get nú aðstoðað þig í því , þetta er svipað hjá þér eins og manninum sem þorði ekki í apotekið að kaupa smokka og svo loks þegar hann lét til skarar skríða og æddi inn í apotekið , þá ruddi hann út úr sér við afgreiðslukonuna ÉG ÆTLA AÐ FÁ 100 SMOKKA !!!!!!!!!!!!!!! Þannig að að það er sennilega hentugra fyrir þig og budduna hjá þér að taka mig með til að kaupa G streng fyrir þig ,,,bara svo þú lendir ekki í þessu sama máli. En til að klára söguna um manninn og apotekið þá kom í ljós seinna að hann var ófrjór og þurfti því ekki á öllum þessum smokkum að halda .. SAGAN ER SÖNN
Takk fyrir að fá að bulla hér í þér drullu stampurinn minn nei nei ég meina FLATFÓTUR !!!!!!!!!!!
Kv.þinn vinur HVS #5
Heiðar Víkingur Sölvason, 12.5.2008 kl. 21:51
Það er alldeilis opið á þér rassgatið núna, rífur bara kjaft. Ef stærðin á þér væri í réttu hlutfalli við kjaftinn á þér þá værir þú risavaxinn.
Þinn vinur Vargur
Ingvar Þorleifur Hrólfsson, 16.5.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.