Hlólað.

Þetta er búin að vera frábær hjólahelgi. Á laugardaginn hjóluðum Gunni og ég niður á Reyðarfjörð og þar beið Þorleifur eftir okkur með nýja fákinn sinn. Það verður ekki annað sagt en að hjólið hans er flott græja, Suzuki Boulevard 1800, og ég þarf ekkert að hafa fleiri orð um þann grip. Þeir sem þekkja hjól vita alveg hvað um er að ræða. Frá Reyðarfirði fórum við þrír saman firðina suður í Berufjörð og kíktum á óðalið þeirra Þorleifs og Maríu, Hamraborg, og eyddum góðum parti úr deginum þar áður en haldið var til baka, heim á leið, en Þorleif skildum við eftir í paradísinni. Sunnudagurinn var svo tekinn undir styttri rúnt en Kiddi á Hofi kom frá Nesk hingað uppeftir á VTX-inu og ég verð einnig að segja um það hjól að það er athyglisvert, öðruvísi en Boulevardinn en kemur líka alveg til greina að ég fá mér svoleiðis hjól seinna meir. Hjóluðum þrír, Gunni, Kiddi og ég, upp í Skriðuklaustur og fengum okkur kaffi og meðlæti og eyddum ágætum tíma þar við spjall og kaffi og te þamb. Skemmtilegur tími. Fórum inn að upplýsingamiðstöð landsvirkjunar við Valþófsstað en þar var lokað. Þaðan héldum við svo út í Atlavík og hittum Binna en hann hafði komið þangað með fjölskylduna á Lödu. Honum var fyrirgefið að vera á Lödunni þar sem erfitt getur verið að rúma þrjár manneskjur og tennisspaða ásamt kúlum fyrir alla á CBR 600. Þegar heim var komið beið Sigurbjörg eftir að komast einhvern sprett á hjólinu og fórum við saman fínann sprett. Fundum Bútinn og Ævar í sandkassaleik þar sem þeir þóttust vera skógarhöggsmenn og ákváðum við að leyfa þeim að vera bara áfram í ruglinu og hjóluðum yfir í Egilsstaðahjáleigu og litum á Hlyn. Sá kappi þótist vera þreyttur eftir einhverja vinnu og sennilega var hann það, Solla þurfti að bera fram kaffið. Ákváðum að leyfa honum að liggja áfram í máttleysinu og hjóluðum upp að Hnútu og þaðan var svo haldið til baka til Egilsst en áfram úteftir og í Eiða. Þegar heim var komið sýndi teljarinn tæpa 400 km eftir þessa tvo daga. Það er búið að vera skemmtilegt að hjóla með þessu fólki og óska ég öllum góðs hjólasumars.

K.v.

Ingi Hrólfs.

Vargur.

Dreki # 30. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingvar Þorleifur Hrólfsson

Höfundur

Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar heiti ég og er sagt á mínu heimili að ég sé með farartækjadellu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 429
  • PB170003
  • PB170005
  • 07.05.07.001
  • 03.05.05.003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband