Jæja.

Það er spurning hvort ég eigi ekki að reyna að sveifa þetta blogg mitt aftur í gang. Ég verð nú að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig fólk getur endalaust fundið eitthvað til að krota um sjálft sig inn á svona bloggsíður svo það er ekkert víst að þetta lifi lengi hjá mér.

Eftir að hafa tapað fjórða og fimmta gírnum í Intrudernum þá var gripið í það ráð að kaupa bara annan Intruder 1400 svo sumarið færi ekki til spillis. Það verður að segjast eins og er að ekki hjólaði ég eins mikið og ég hafði planað en það sem farið var var ágætt. Núna standa þrjú mótorhjól í skúrnum ásamt Novunni svo plássið er orðið ansi lítið en græni Intuderinn fer í gemslu annað og sá rauði mun bráðlega fara til nýs eiganda á Akureyri ef öll plön ganga upp. 350 Súkkan er komin saman og vantar bara herslu muninn í að hún verði klár, bara eftir að hreinsa blöndunginn og fá nýja keðju og þá er hægt að hjóla einhverja daga í vetur.

Ég hef verið að taka í gegn bílinn hennar Helgu dóttur minnar og það hefur verið mikil vinna. Til að byrja með varð ég að rífa allt innan úr bílnum og þrífa því ég límdist fastur við eitthvað grænt hlaupkennt klístur í teppinu. Bílstjórasætið var brotið niður á fimm stöðum, geislaspilarninn kominn lengst inn í mælaborðið, brotinn sparklistinn á sílsanum við bílstjórahurðina, ég skipti um sviss og forritaði Lolli hann fyrir mig, bæði framljósin voru brotin og þurfti ég að grauta saman fimm aðalljósum til þess að fá tvö nothæf. Nú er eftir að skipta um hjóllegu vinstra megin að framan, skipta um kúplingu og gírkassa og einnig læsingacylindra í hurðunum og þá ætti græjan að verða klár í aðra brútal meðferð hjá Helgu.

Þetta hlýtur að vera gott í bili.

K.v.

Vargur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingvar Þorleifur Hrólfsson

Höfundur

Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar Þorleifur Hrólfsson
Ingvar heiti ég og er sagt á mínu heimili að ég sé með farartækjadellu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 429
  • PB170003
  • PB170005
  • 07.05.07.001
  • 03.05.05.003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband